Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 13:10 Donald Trump í Skotlandi með Keir Starmer og eiginkonu hans Victoríu. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Þetta sagði Trump í Skotlandi, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump því að beita Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum ef ekki væri búið að semja um frið innan fimmtíu daga. Nú segist hann ætla að fækka þeim dögum og segist hann einnig vera nokkuð viss um hvert svar Pútíns muni vera. Sjá einnig: Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Forsetinn sagði ekki hve margir dagarnir yrðu. Hann var þó spurður út í það eftir fundinn með Starmer og þá sagði hann að Pútín myndi fá tíu til tólf daga. .@POTUS on Russia and Ukraine: "I'm disappointed in President Putin ... I'm going to reduce that 50 days that I gave him to a lesser number because I think I already know the answer what's going to happen." pic.twitter.com/ClEDJcfFRz— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) July 28, 2025 Frá því hann tók við embætti forseta hefur Trump ítrekað sagt að hertar aðgerðir gegn Rússum komi til greina án þess þó að beita Rússa frekari þrýstingi. Þess í stað hefur hann sagt að Bandaríkjamenn muni „ganga frá borðinu“ og mögulega hætta stuðningi við Úkraínumenn. Í maí lýsti Trump því yfir að Pútín væri að „leika sér að eldinum“ með ítrekuðum árásum Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Þá sagði hann meðal annars að Pútín virtist „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump í maí. Þá hefur Trump sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi. en hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða. Á áðurnefndum blaðamannafundi eftir fundinn með Starmer sagði Trump að hann hefði alltaf átt gott samband við Pútín. Þess vegna hafi Trump talið að hann gæti samið við forsetann rússneska, þó hann hefði verið harður við Pútín. Nú væri hann ekki viss um að hann gæti samið við Pútín, þó það gæti enn gerst. Trump: "I've always gotten along with President Putin. I had a great relationship with him. And he went through the Russia Russia Russia hoax too. We used to talk about it." pic.twitter.com/TFhzzi3fAm— Aaron Rupar (@atrupar) July 28, 2025 Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Þetta sagði Trump í Skotlandi, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump því að beita Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum ef ekki væri búið að semja um frið innan fimmtíu daga. Nú segist hann ætla að fækka þeim dögum og segist hann einnig vera nokkuð viss um hvert svar Pútíns muni vera. Sjá einnig: Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Forsetinn sagði ekki hve margir dagarnir yrðu. Hann var þó spurður út í það eftir fundinn með Starmer og þá sagði hann að Pútín myndi fá tíu til tólf daga. .@POTUS on Russia and Ukraine: "I'm disappointed in President Putin ... I'm going to reduce that 50 days that I gave him to a lesser number because I think I already know the answer what's going to happen." pic.twitter.com/ClEDJcfFRz— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) July 28, 2025 Frá því hann tók við embætti forseta hefur Trump ítrekað sagt að hertar aðgerðir gegn Rússum komi til greina án þess þó að beita Rússa frekari þrýstingi. Þess í stað hefur hann sagt að Bandaríkjamenn muni „ganga frá borðinu“ og mögulega hætta stuðningi við Úkraínumenn. Í maí lýsti Trump því yfir að Pútín væri að „leika sér að eldinum“ með ítrekuðum árásum Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Þá sagði hann meðal annars að Pútín virtist „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump í maí. Þá hefur Trump sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi. en hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða. Á áðurnefndum blaðamannafundi eftir fundinn með Starmer sagði Trump að hann hefði alltaf átt gott samband við Pútín. Þess vegna hafi Trump talið að hann gæti samið við forsetann rússneska, þó hann hefði verið harður við Pútín. Nú væri hann ekki viss um að hann gæti samið við Pútín, þó það gæti enn gerst. Trump: "I've always gotten along with President Putin. I had a great relationship with him. And he went through the Russia Russia Russia hoax too. We used to talk about it." pic.twitter.com/TFhzzi3fAm— Aaron Rupar (@atrupar) July 28, 2025
Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42
Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58