Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 17:15 Chloe Kelly fagnar með bikarinn og við hlið liðsfélaga sinna í Evrópumeistaraliði Englands. Getty/Maja Hitij England og Spánn áttu langflesta leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í Sviss eða átta af ellefu. Evrópumeistarar Englands eru með fjóra leikmenn í liðinu og silfurlið Spánar með aðra fjóra þar af alla miðjumenn liðsins. Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025 EM 2025 í Sviss Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025
EM 2025 í Sviss Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira