„Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar 29. júlí 2025 07:12 Fyrir tæpu ári skrifaði ég smá pistil og vitnaði þá í hina ágætu Fóstbræður, sem gerðu garðinn frægan með sínum skemmtilegu og oft beinskeyttu þáttum. Í einum þeirra veltu aðstandendur fyrir sér hvað væri best að gera við afa – blessaðan karlinn, sem var orðinn sífellt óáttaðri eftir andlát eiginkonu sinnar. Aðstandendur sáu sér ekki fært að sinna honum lengur heima, og hugmyndin sem varð fyrir valinu var... já, að skjóta hann! Afanum var dröslað upp í Pjérou-bifreið og ekið með hann út á land. Þar sem hann stendur að skoða steina úti í náttúrunni, má sjá annan aðstandanda halda á ruslapoka í annarri hendinni á meðan annar miðar byssu að honum. Svarti húmorinn í þessu atriði vakti mikla athygli þegar þátturinn var sýndur, og hefur brennt sig í minnið á mörgum. En þessi ruslapoki – hafði hann kannski dýpri merkingu? Vorum við, og erum við, að líta á aldraða eins og rusl eða kannski erum við að sinni þeim sem slíku ? „Já ég veit!!! Þetta er ljótt að segja.” Við gerum margt gott, en því miður er líka margt sem við sinnum alls ekki nægilega vel. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa aldrei verið lengri. Fjöldi einstaklinga bíða í úrræðaleysi á legudeildum spítala landsins. Sem veldur því að veikir einstaklingar sitja jafnvel dögum saman inni á yfirfullri bráðamóttöku við ömurlegar aðstæður. Það eru dæmi um að fólk bíði mánuðum saman á legudeildum. Og því miður er lítið um skipulagða afþreyingu inn á slíkum deildum. Einnig er aukin hætta á ýmsum spítalasýkingum. Þessir einstaklingar lenda jafnvel oft í því að verða færðir á milli rýma, fá sífellt nýja herbergisfélaga. Það er sérstaklega slæmt fyrir fólk sem er farið að gleyma, verður óöruggt við breytingar og á erfitt með að átta sig. Þetta er líka gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að horfa upp á. Við sem eigum einstaklinga í þessari stöðu viljum ekkert heitar en að þeir komist á hjúkrunarheimili – í rólegt, heimilislegt og kunnuglegt umhverfi. Legudeildir eru ekki rétti staðurinn fyrir einstaklinga sem lokið hafa læknismeðferð en eru ekki færir um að fara heim. Við verðum líka að muna að margir bíða heima – og þar á bak við stendur oft örmagna maki og/eða ættingjar. Ég tala stundum um „tvo fyrir einn“ – því þegar kerfið er eins og það er í dag, þá hvílir gríðarlega mikil ábyrgð á aðstandendum. Því miður búa ekki allar það vel að eiga einhverja að. Heimaþjónusta í formi hjúkrunar og félagsþjónustu felur aðeins í sér stutt innlit, en ekki viðveru. Þjónustan getur verið frábær, en hún er misjöfn eftir búsetu. Einstaklingar sem búa einir eiga það oft til að nærast lítið og illa. Getan til að útvega sér mat og að elda minnkar, sem getur leitt til að þeir léttast – og þá fylgja fleiri vandamál. Einungis með því að léttast getur þörfin fyrir ákveðin lyf minnkað, til dæmis blóðþrýstingslyf. Þegar einstaklingur léttist geta skammtar orðið of háir, en viðkomandi heldur samt áfram að taka lyfin samkvæmt fyrri leiðbeiningum – af samviskusemi, en án þess að átta sig á orsökum slappleika og svima. Sama á t.d við um lyf við sykursýki og mörg önnur lyf. Það er svo ekki fyrr en allt er komið í óefni að fólk leitar sér aðstoðar. Þetta er alvarlegt – því staðreyndin er sú að lyfjamál á Íslandi eru í óreiðu. Skilningur einstaklinga á eigin lyfjameðferð er oft lítill og stuðningurinn sem þeir fá ófullnægjandi. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda fólki sem lengst heima, og í því samhengi hafa svokallaðar hvíldarinnlagnir verið notaðar. Þær fela í sér að einstaklingar fara tímabundið inn á stofnun í allt að átta vikur á ári, oftast í tveggja vikna lotum en þó misjafnt eftir matinu sjálfu og stofnunin sem einstaklingurinn velur sér. Þetta er hugsað til að hvíla aðstandendur, og er vissulega gagnlegt – en gætum við gert betur? Já ég tel svo vera, hvað með að gera slíkar innlagnir að raunverulegri endurhæfingarmeðferð? Eyða smá extra pening þar. Einstaklingurinn hittir lækni og hjúkrunarfræðing sem fara yfir lyfin, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa sem meta færni, vinna með styrk og sjálfsbjargargetu. Það er því miður þekkt að einstaklingar komi oft til baka úr núverandi hvílarinnlögnum í verra ástandi – búnir að missa ákveðna færni sem fyrir var. Legið og „hvílt“ sig í nokkrar vikur. Svo kemur að því að ekkert meira er hægt að gera heima – einstaklingurinn þarfnast sólarhrings umönnunar. Þá endar fólk gjarnan mánuðum saman á legudeild, eins og áður hefur verið lýst. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa sem flæðisstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ég tel mig hafa góða yfirsýn yfir stöðuna í mínu heilbrigðisumdæmi – og fæ einnig reglulegar upplýsingar um Landspítalann. Staðan á Suðurlandi er ekki góð. Margir bíða á legudeildum og heima við aðstæður sem eru engan veginn boðlegar. Þarfagreining sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) gerðu árið 2015 sýndi að bæta þurfti við 65 hjúkrunarrýmum á Suðurlandi fyrir árið 2025. Hvað hefur gerst síðan? Jú, Móberg opnaði með 60 rými árið 2022 – en af þeim fékk Landspítalinn úthlutað 40 rýmum með þriggja ára samningi. Um leið voru samtals 37 hjúkrunarrými og 10 dvalarrými lokuð á Blesastöðum og Kumbaravogi. Hvers vegna að vinna þarfagreiningar og eyða peningum í það ef ekki er hlustað á niðurstöðurnar? Landspítalinn á nú eyrnamerkt rými víðar um land – ekki aðeins á Suðurlandi. En með fullri virðingu virðist áhugi stjórnvalda snúast fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið. Fréttaflutningur um ástandið í heilbrigðiskerfinu fjallar nær undantekningarlaust eingöngu um Landspítalan. En staðan á Landspítalanum hefur áhrif á okkur líka. Ef við getum ekki útskrifað fólk af legudeildunum okkar, getum við ekki tekið á móti þeim sem eiga lögheimili hér en eru á LSH. Við höfum bætt heilbrigðisþjónustu hér mikið undanfarin ár og viljum halda því áfram eins og t.d í krabbameinsmeðferðum, öldrunarlækningum og öðru. Þjónustan hér er þó að hluta til takmörkuð og því þurfum við oft að leita til kollega okkar á Landspítalanum þegar kemur að sérhæfðari meðferð eða rannsókn. Þegar slíkri meðferð lýkur viljum við geta tekið við einstaklingnum aftur – en það reynist oft erfitt, þar sem plássið er einfaldlega ekki til staðar Við þurfum fleiri hjúkrunarrými – til að halda flæðinu gangandi og styðja þannig við heilbrigðiskerfið í heild sinni. Til að kerfið virki geta bráðamóttökur og legudeildar ekki verið fullar af einstaklingum sem „þurfa ekki“ að vera þar. Það er til skammar hvernig við búum að öldruðum í dag. Ég veit ekki hvað oft ég hef talað við aldraðan einstakling sem líður eins og byrði á fjölskyldunni og kerfinu. Það má ekki vera svona. Við skuldum þeim sem byggðu þetta samfélag betri aðbúnað og meiri virðingu. Ég er „gömul sál“ og fæ mikið út úr því að vera í kringum eldra fólk. Ég reyni að gera mitt besta – en ég er orðin reið. Úrræðaleysið og sinnuleysi stjórnvalda eru mér þungbær. Ég ætlaði bara að skrifa smá hugvekju sem aðstandandi, en úr varð nánast ritgerð. Afi Högni liggur nú á Lyflækningadeildinni og hefur gert í nokkrar vikur. Hann er illa áttaður, í fjórða eða fimmta rúminu, búinn að eiga sex herbergisfélaga og verið einangraður vegna Covid. Kvöldin eru honum sérstaklega erfið. Hann skilur ekki hvers vegna hann er þarna og leitar sífellt að ömmu. Hann róast ef hringt er í mig eða hana. Þetta er líka erfitt fyrir ömmu – sem eftir rúm 60 ára hjónaband á erfitt með að sætta sig við að geta ekki hugsað um hann lengur heima. Hann ætti að vera á hjúkrunarheimili – í rólegu og kunnuglegu umhverfi, með sitt eigið herbergi og myndir af sínum nánustu, þannig færi best um hann. Það er þó rétt að taka fram, það eru margir sem hafa það verra en afi og búa ekki svo vel að eiga fólk í kring um sig, það má ekki að gleymast. P.S. Á meðan ég skrifa þetta, poppaði upp myndband á Facebook af Ingu Sæland og Kristrúnu Frosta. Þar er Inga í sannkölluðu gleðikasti, ánægð með allar skófustungurnar og sleggjuhöggin, og lýsir því yfir að hún ætli að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarplássum um allt land á þessu kjörtímabili, vinna sér í haginn, því þegar röðin kemur að henni, ætlar hún að „hlaupa inn“. Vonandi tekst þeim þetta — en ætli þær geri sér grein fyrir hversu margir eru á biðlistum um allt land? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári skrifaði ég smá pistil og vitnaði þá í hina ágætu Fóstbræður, sem gerðu garðinn frægan með sínum skemmtilegu og oft beinskeyttu þáttum. Í einum þeirra veltu aðstandendur fyrir sér hvað væri best að gera við afa – blessaðan karlinn, sem var orðinn sífellt óáttaðri eftir andlát eiginkonu sinnar. Aðstandendur sáu sér ekki fært að sinna honum lengur heima, og hugmyndin sem varð fyrir valinu var... já, að skjóta hann! Afanum var dröslað upp í Pjérou-bifreið og ekið með hann út á land. Þar sem hann stendur að skoða steina úti í náttúrunni, má sjá annan aðstandanda halda á ruslapoka í annarri hendinni á meðan annar miðar byssu að honum. Svarti húmorinn í þessu atriði vakti mikla athygli þegar þátturinn var sýndur, og hefur brennt sig í minnið á mörgum. En þessi ruslapoki – hafði hann kannski dýpri merkingu? Vorum við, og erum við, að líta á aldraða eins og rusl eða kannski erum við að sinni þeim sem slíku ? „Já ég veit!!! Þetta er ljótt að segja.” Við gerum margt gott, en því miður er líka margt sem við sinnum alls ekki nægilega vel. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa aldrei verið lengri. Fjöldi einstaklinga bíða í úrræðaleysi á legudeildum spítala landsins. Sem veldur því að veikir einstaklingar sitja jafnvel dögum saman inni á yfirfullri bráðamóttöku við ömurlegar aðstæður. Það eru dæmi um að fólk bíði mánuðum saman á legudeildum. Og því miður er lítið um skipulagða afþreyingu inn á slíkum deildum. Einnig er aukin hætta á ýmsum spítalasýkingum. Þessir einstaklingar lenda jafnvel oft í því að verða færðir á milli rýma, fá sífellt nýja herbergisfélaga. Það er sérstaklega slæmt fyrir fólk sem er farið að gleyma, verður óöruggt við breytingar og á erfitt með að átta sig. Þetta er líka gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að horfa upp á. Við sem eigum einstaklinga í þessari stöðu viljum ekkert heitar en að þeir komist á hjúkrunarheimili – í rólegt, heimilislegt og kunnuglegt umhverfi. Legudeildir eru ekki rétti staðurinn fyrir einstaklinga sem lokið hafa læknismeðferð en eru ekki færir um að fara heim. Við verðum líka að muna að margir bíða heima – og þar á bak við stendur oft örmagna maki og/eða ættingjar. Ég tala stundum um „tvo fyrir einn“ – því þegar kerfið er eins og það er í dag, þá hvílir gríðarlega mikil ábyrgð á aðstandendum. Því miður búa ekki allar það vel að eiga einhverja að. Heimaþjónusta í formi hjúkrunar og félagsþjónustu felur aðeins í sér stutt innlit, en ekki viðveru. Þjónustan getur verið frábær, en hún er misjöfn eftir búsetu. Einstaklingar sem búa einir eiga það oft til að nærast lítið og illa. Getan til að útvega sér mat og að elda minnkar, sem getur leitt til að þeir léttast – og þá fylgja fleiri vandamál. Einungis með því að léttast getur þörfin fyrir ákveðin lyf minnkað, til dæmis blóðþrýstingslyf. Þegar einstaklingur léttist geta skammtar orðið of háir, en viðkomandi heldur samt áfram að taka lyfin samkvæmt fyrri leiðbeiningum – af samviskusemi, en án þess að átta sig á orsökum slappleika og svima. Sama á t.d við um lyf við sykursýki og mörg önnur lyf. Það er svo ekki fyrr en allt er komið í óefni að fólk leitar sér aðstoðar. Þetta er alvarlegt – því staðreyndin er sú að lyfjamál á Íslandi eru í óreiðu. Skilningur einstaklinga á eigin lyfjameðferð er oft lítill og stuðningurinn sem þeir fá ófullnægjandi. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda fólki sem lengst heima, og í því samhengi hafa svokallaðar hvíldarinnlagnir verið notaðar. Þær fela í sér að einstaklingar fara tímabundið inn á stofnun í allt að átta vikur á ári, oftast í tveggja vikna lotum en þó misjafnt eftir matinu sjálfu og stofnunin sem einstaklingurinn velur sér. Þetta er hugsað til að hvíla aðstandendur, og er vissulega gagnlegt – en gætum við gert betur? Já ég tel svo vera, hvað með að gera slíkar innlagnir að raunverulegri endurhæfingarmeðferð? Eyða smá extra pening þar. Einstaklingurinn hittir lækni og hjúkrunarfræðing sem fara yfir lyfin, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa sem meta færni, vinna með styrk og sjálfsbjargargetu. Það er því miður þekkt að einstaklingar komi oft til baka úr núverandi hvílarinnlögnum í verra ástandi – búnir að missa ákveðna færni sem fyrir var. Legið og „hvílt“ sig í nokkrar vikur. Svo kemur að því að ekkert meira er hægt að gera heima – einstaklingurinn þarfnast sólarhrings umönnunar. Þá endar fólk gjarnan mánuðum saman á legudeild, eins og áður hefur verið lýst. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa sem flæðisstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ég tel mig hafa góða yfirsýn yfir stöðuna í mínu heilbrigðisumdæmi – og fæ einnig reglulegar upplýsingar um Landspítalann. Staðan á Suðurlandi er ekki góð. Margir bíða á legudeildum og heima við aðstæður sem eru engan veginn boðlegar. Þarfagreining sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) gerðu árið 2015 sýndi að bæta þurfti við 65 hjúkrunarrýmum á Suðurlandi fyrir árið 2025. Hvað hefur gerst síðan? Jú, Móberg opnaði með 60 rými árið 2022 – en af þeim fékk Landspítalinn úthlutað 40 rýmum með þriggja ára samningi. Um leið voru samtals 37 hjúkrunarrými og 10 dvalarrými lokuð á Blesastöðum og Kumbaravogi. Hvers vegna að vinna þarfagreiningar og eyða peningum í það ef ekki er hlustað á niðurstöðurnar? Landspítalinn á nú eyrnamerkt rými víðar um land – ekki aðeins á Suðurlandi. En með fullri virðingu virðist áhugi stjórnvalda snúast fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið. Fréttaflutningur um ástandið í heilbrigðiskerfinu fjallar nær undantekningarlaust eingöngu um Landspítalan. En staðan á Landspítalanum hefur áhrif á okkur líka. Ef við getum ekki útskrifað fólk af legudeildunum okkar, getum við ekki tekið á móti þeim sem eiga lögheimili hér en eru á LSH. Við höfum bætt heilbrigðisþjónustu hér mikið undanfarin ár og viljum halda því áfram eins og t.d í krabbameinsmeðferðum, öldrunarlækningum og öðru. Þjónustan hér er þó að hluta til takmörkuð og því þurfum við oft að leita til kollega okkar á Landspítalanum þegar kemur að sérhæfðari meðferð eða rannsókn. Þegar slíkri meðferð lýkur viljum við geta tekið við einstaklingnum aftur – en það reynist oft erfitt, þar sem plássið er einfaldlega ekki til staðar Við þurfum fleiri hjúkrunarrými – til að halda flæðinu gangandi og styðja þannig við heilbrigðiskerfið í heild sinni. Til að kerfið virki geta bráðamóttökur og legudeildar ekki verið fullar af einstaklingum sem „þurfa ekki“ að vera þar. Það er til skammar hvernig við búum að öldruðum í dag. Ég veit ekki hvað oft ég hef talað við aldraðan einstakling sem líður eins og byrði á fjölskyldunni og kerfinu. Það má ekki vera svona. Við skuldum þeim sem byggðu þetta samfélag betri aðbúnað og meiri virðingu. Ég er „gömul sál“ og fæ mikið út úr því að vera í kringum eldra fólk. Ég reyni að gera mitt besta – en ég er orðin reið. Úrræðaleysið og sinnuleysi stjórnvalda eru mér þungbær. Ég ætlaði bara að skrifa smá hugvekju sem aðstandandi, en úr varð nánast ritgerð. Afi Högni liggur nú á Lyflækningadeildinni og hefur gert í nokkrar vikur. Hann er illa áttaður, í fjórða eða fimmta rúminu, búinn að eiga sex herbergisfélaga og verið einangraður vegna Covid. Kvöldin eru honum sérstaklega erfið. Hann skilur ekki hvers vegna hann er þarna og leitar sífellt að ömmu. Hann róast ef hringt er í mig eða hana. Þetta er líka erfitt fyrir ömmu – sem eftir rúm 60 ára hjónaband á erfitt með að sætta sig við að geta ekki hugsað um hann lengur heima. Hann ætti að vera á hjúkrunarheimili – í rólegu og kunnuglegu umhverfi, með sitt eigið herbergi og myndir af sínum nánustu, þannig færi best um hann. Það er þó rétt að taka fram, það eru margir sem hafa það verra en afi og búa ekki svo vel að eiga fólk í kring um sig, það má ekki að gleymast. P.S. Á meðan ég skrifa þetta, poppaði upp myndband á Facebook af Ingu Sæland og Kristrúnu Frosta. Þar er Inga í sannkölluðu gleðikasti, ánægð með allar skófustungurnar og sleggjuhöggin, og lýsir því yfir að hún ætli að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarplássum um allt land á þessu kjörtímabili, vinna sér í haginn, því þegar röðin kemur að henni, ætlar hún að „hlaupa inn“. Vonandi tekst þeim þetta — en ætli þær geri sér grein fyrir hversu margir eru á biðlistum um allt land? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og aðstandandi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun