Maxwell biðlar til Hæstaréttar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2025 08:13 Maxwell var vinur og stundum kærasta Epstein. Getty/Joe Schildhorn/Patrick McMullan Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. Lögmenn Maxwell segja samkomulag sem Epstein gerði við ákæruvaldið á Flórída árið 2007 hefði átt að vernda skjólstæðing þeirra frá ákærum í New York. Samkomulagið var og er afar umdeilt en Epstein játaði á sig tvö kynferðisbrot gegn því meðal annars að fjórir nafngreindir einstaklingar og aðrir mögulegir samverkamenn yðru ekki sóttir til saka. Dómsmálaráðuneytið hefur áður fært fram þau rök að samkomulag gert í Flórída gildi ekki í New York en þess ber að geta að starfsmenn ráðuneytisins ræddu við Maxwell á dögunum í tengslum við Epstein-málið og vangaveltur eru uppi um hvort henni verði boðinn einhvers konar samningur gegn samvinnu. Maxwell er talin geta uppljóstrað um ýmislegt tengt Epstein sem ekki hefur komið fram en margir hafa bent á augljósan hagsmunaárekstur, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður koma víða við í hinum margumræddu Epstein-skjölum. Samkomulag dómsmálaráðuneyti hans við Maxwell gæti þannig orkað tvímælis. Samkomulagið sem Epstein gerði við yfirvöld árið 2007 hefur verið mikið rætt síðustu daga en saksóknarinn í málinu, Alexander Acosta, sagði síðar frá því að honum hefði verið tjáð að Epstein hefði tengsl við leyniþjónustuna og að hann ætti að „láta hann vera“. Acosta var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Trump en sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn á ný árið 2019. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Lögmenn Maxwell segja samkomulag sem Epstein gerði við ákæruvaldið á Flórída árið 2007 hefði átt að vernda skjólstæðing þeirra frá ákærum í New York. Samkomulagið var og er afar umdeilt en Epstein játaði á sig tvö kynferðisbrot gegn því meðal annars að fjórir nafngreindir einstaklingar og aðrir mögulegir samverkamenn yðru ekki sóttir til saka. Dómsmálaráðuneytið hefur áður fært fram þau rök að samkomulag gert í Flórída gildi ekki í New York en þess ber að geta að starfsmenn ráðuneytisins ræddu við Maxwell á dögunum í tengslum við Epstein-málið og vangaveltur eru uppi um hvort henni verði boðinn einhvers konar samningur gegn samvinnu. Maxwell er talin geta uppljóstrað um ýmislegt tengt Epstein sem ekki hefur komið fram en margir hafa bent á augljósan hagsmunaárekstur, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður koma víða við í hinum margumræddu Epstein-skjölum. Samkomulag dómsmálaráðuneyti hans við Maxwell gæti þannig orkað tvímælis. Samkomulagið sem Epstein gerði við yfirvöld árið 2007 hefur verið mikið rætt síðustu daga en saksóknarinn í málinu, Alexander Acosta, sagði síðar frá því að honum hefði verið tjáð að Epstein hefði tengsl við leyniþjónustuna og að hann ætti að „láta hann vera“. Acosta var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Trump en sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn á ný árið 2019.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira