Erlent

„Versta mögu­lega til­felli hungur­sneyðar“

Agnar Már Másson skrifar
Frá matarúthlutu á Gasastöndinni í síðustu viku.
Frá matarúthlutu á Gasastöndinni í síðustu viku. Getty

Alþjóðasamtök sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar vara við versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar á Gasaströndinni, þar sem stríð hefur geisað í ríflega eitt og hálft ár.

IPC, sem stendur fyrir Integrated Food Security Phase Classification, er alþjóðlegt samvinnuverkefni Sameinuðu þjóðanna, hjálparsamtaka og ríkisstjórna til að greina aðstæður hungursneyðar.

Samtökin vara við því í yfirlýsingu að „versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ blasi nú við á Gasaströndinni og segja að fjöldi sönnunargagna sýni fram á að „hungurtengd“ andlát færist í aukana á Gasa vegna víðtækrar hungurneyðar, vannæringar og sjúkdóma.

„Nýjustu gögn benda til þess að viðmiðunarmörkum fyrir hungursneyð hafi verið náð hvað varðar neyslu á mat á stærstum hluta Gasasvæðisins og bráða vannæringu í Gasaborg,“ segir í yfirlýsingu IPC.

Samtökin sögðu í maí að allar tvær milljónir Palestínumanna á Gasaströndinni væru í „mikilli hættu“ á hungursneyð. Viðvörunin er ekki formleg yfirlýsing um hungursneyð á Gasa en IPC segir að samtökin muni framkvæma frekari greiningu tafarlaust.


Tengdar fréttir

Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin

Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa.

Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum

Stjórnvöld í Ísrael hafa tilkynnt að þau hyggist nú gera hlé á aðgerðum sínum tíu klukkustundir daglega í ótilgreindan tíma, til að greiða fyrir flutningi og dreifingu hjálpargagna á Gasa.

Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum

Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×