Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2025 11:07 Þórhildur segir fátt vitað um áhrif samfélagsmiðla á heilavirkni ungmenna. Getty/HR „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna. Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna.
Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira