Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 20:35 Þjóðhátíð í Eyjum er stærsti viðburður helgarinnar. Vísir/Vilhelm Verslunarmannahelgin er framundan, án efa ein stærsta ferðahelgi ársins. Veðurspáin hingað til er heldur leiðinleg um allt land svo í stað þess að elta sólina þetta árið getur landinn leitað á viðburði sem þeim finnst mest spennandi. Það er úr nægu að velja enda skipulagðir viðburðir út allt land, bæði fyrir þá sem ætla að láta reyna á að gista í tjaldi og þá sem vilja frekar gista heima. Suðurland Þjóðhátíð í Eyjum er án efa þekktasti viðburður helgarinnar þar sem fjöldinn allur af tónlistarfólki kemur saman. Hátíðin kristallast í brekkusöngnum undir stjórn Magnúsar Kjartans líkt og ár áður. Á Flúðum um Versló ætla Ljótu hálfvitarnir að stíga á svið á föstudags- og laugardagskvöld. Aldrei að vita nema þeir taki Lukkutroll. Á laugardag taka Helgi Björns, Salka Sól og Reiðmenn vindanna við stuðinu og syngja fram á nótt. Á sunnudagskvöld verður dansleikur þar sem Skítamórall, Klara Einars og DJ Anna Ármann trylla lýðinn. Í Hraunborgum í Grímsnesi verður einnig stuð líkt og fyrri ár. Þar verður meðal annars karmellukast, nammileit og grillaðir hamborgarar en trúbadorinn Ásgeir ætlar að spila bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Höfuðborgarsvæðið Í Reykjavík fer hvað mest fyrir Innipúkanum sem fer fram að þessu sinni í Austurbæjarbíói. Þar eru tvö svið og dagskrá alla helgina. Á föstudag koma fram Mugison, Ragga Gísla og Hipsumhaps, Bríet og að lokum Birnir. Á laugardag ætla Flóni, BSÍ, Purrkur Pillnikk og Spacestation að skemmta borgarbúum en Sigga Beinteins og Babies flokkurinn fá að kveðja laugardagsgestina út í nóttina. Bandið Alaska1867 tekur á móti gestum hátíðarinnar ásamt Une Misére, Ásdísi og Þórunni Antoníu. Hátíðinni lýkur svo með danstónlist Inspector Spacetime þar sem þau munu án efa kenna þér að dansa og bánsa. Hjarta Hafnarfjarðar hóf göngu sína í lok júní en lokahelgi hátíðarinnar rennur upp. Magnús Kjartan hitar upp fyrir Vestmannaeyjar á fimmtudeginum með brekkusöng og verða Hreimur og Magni ásamt hljómsveit með ball. Á föstudag er Hjálmar Örn með partýbingó með þjóðhátíðarþema en ball kvöldsins sjá Hr. Eydís og Erna Hrönn um. Hreimur mætir á laugardagskvöldið með kassagítar og Greifarnir fá þann heiður að ljúka hátíðinni. Á túninu við Roðasali í Kópavogi ætla hjónin Regína Ósk og Svenni Þór að bjóða upp á brekkusöng. Er það fimmta árið í röð sem þau taka lagið og auglýsa þau viðburðinn á Facebook-hóp Kópavogsbúa. Það liggur þó enn ekki fyrir hvort samsöngurinn verði á föstudag, laugardag eða sunnudag, vegna veðurs. Fyrir þá sem kjósa frekar klassíska tónlist heldur en brekkusönginn geta farið á Gljúfrastein. Seinnipart sunnudags ætlar Snorri Sigfús Birgisson að leika á flygil Halldórs Laxness en tónleikarnir eru hluti af árlegum stofutónleikum Gljúfrasteins á sumrin. Norðurland Fljóthátíð í Fljótunum í Skagafirði verður haldin enn á ný um Verslunarmannahelgina. Stærsti viðburðurinn á Norðurlandi verður þó án efa Ein með öllu sem haldin er á Akureyri. Um alla helgina verður sannkölluð markaðsstemning í bænum auk þess sem hægt er að skella sér í ekki eitt, heldur tvö mismunandi tívolí á Akureyrarvellinum. Á laugardeginum ætlar Emmsjé Gauti að láta sjá sig hjá Múlaberg seinnipartinn og stígur hann svo aftur á svið seinna um kvöldið á Öll í einu. Auk hans koma fram Friðrik Dór, Birnir, GDRN, Páll Óskar og Á móti sól. Sparitónleikarnir sjálfir eru á sunnudagskvöld en meðal annars koma fram Herra Hnetusmjör, Aron Can og Kristmundur Axel. Síldarævintýrið á Siglufirði verður líka á sínum stað. Þar verða alls kyns sýningar settar upp, svo sem minningarsýning um Björn Steingrímsson og sýningaropnun Önnu Þóru Karlsdóttur í Kompunni. Ástarpungarnir ætla að halda afmælistónleika á Ráðhústorginu á laugardagskvöld en með þeim í för verða Eyþór Ingi og Skandall. Landanum stendur einnig til boða að fara á Norðanpaunk sem haldið verður á Laugarbakka. Hátíðin er þrír dagar og eru fimmtíu hljómsveitir sem koma þar fram. Austurland Neistaflug á Neskaupstað hefst á miðvikudag með pöbbkvissi Betu og Gerði í Beituskúrnum. Á föstudag verður hins vegar formleg setning Neistaflugs á hátíðarsvæðinu og verða þar Herra Hnetusmjör og Færibandið til að koma öllum í stuðið. Laugardagurinn hentar fólki á öllum aldri en þar verður Íþróttaálfurinn og kassabílarallý en einnig freyðivínshlaup og partý bingó. Stórtónleikarnir sjálfir eru á sunnudagskvöld þar sem Væb, SúEllen og Mugison stíga á stokk áður en hleypt er af flugeldunum. Unglingalandsmót UMFÍ er að þessu sinni á Egilsstöðum. Uppselt er á mótið en keppt verður í 21 keppnisgrein auk þess sem ýmis konar afþreying og skemmtun verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Vesturland Sæludagar KFUK og KFUM verða haldnir í Vatnaskógi að venju. Þar geta börn tekið þátt í hæfileikasýningu en auk barnanna stíga Una Torfa og Væb á svið. Solla stirða og Halla hrekkjusvín ætla líka að láta sjá sig. Að venju er fjölbreytt skemmtun í boði, svo sem bátar og vatnafjör, hoppukastalar, bingó, knattspyrna og fleira. Vestfirðir Nábrókin verður í Trékyllisvík á Ströndum. Þar verður hinn klassíski mýrarbolti, sem lengi vel var á Ísafirði, á dagskránni. Melsystur ætla einnig að halda tónleika og Egill Tjee leiðir yoga-hugleiðslu-öndun. Þá er hægt að skella sér í Súðavík á Gönguhátíð sem verður haldin í ellefta sinn. Á föstudag verður gengið upp á fjallið Erni í Bolungarvík en verkefni laugardagsins verður að ganga á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Á sunnudag liggur leiðin í Æðey þar sem Jónas Kristjánsson leiðir göngufólkið um eyjuna. Að lokum verður gengið upp á Kofra sem er fyrir ofan Súðavík á mánudag. Þeir sem leggja leið sína á Vestfirði geta skellt sér á Dalbæjarleikana í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Á laugardag sér Ungmennafélag Djúpverja um leiki og þrautir á útisvæði og geta gestir og heimamenn gætt sér á kaffihlaðborði seinnipartinn. Um kvöldið verður boðið upp á fjölskylduskemmtun í Dalbæ. Á sunnudag verður síðan í boði gönguferð að Gunnarsvörðufossi. Er fleira að gerast um verslunarmannahelgina sem ætti heima í grein eins og þessari? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is Ferðalög Verslunarmannahelgin Þjóðhátíð í Eyjum Innipúkinn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Það er úr nægu að velja enda skipulagðir viðburðir út allt land, bæði fyrir þá sem ætla að láta reyna á að gista í tjaldi og þá sem vilja frekar gista heima. Suðurland Þjóðhátíð í Eyjum er án efa þekktasti viðburður helgarinnar þar sem fjöldinn allur af tónlistarfólki kemur saman. Hátíðin kristallast í brekkusöngnum undir stjórn Magnúsar Kjartans líkt og ár áður. Á Flúðum um Versló ætla Ljótu hálfvitarnir að stíga á svið á föstudags- og laugardagskvöld. Aldrei að vita nema þeir taki Lukkutroll. Á laugardag taka Helgi Björns, Salka Sól og Reiðmenn vindanna við stuðinu og syngja fram á nótt. Á sunnudagskvöld verður dansleikur þar sem Skítamórall, Klara Einars og DJ Anna Ármann trylla lýðinn. Í Hraunborgum í Grímsnesi verður einnig stuð líkt og fyrri ár. Þar verður meðal annars karmellukast, nammileit og grillaðir hamborgarar en trúbadorinn Ásgeir ætlar að spila bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Höfuðborgarsvæðið Í Reykjavík fer hvað mest fyrir Innipúkanum sem fer fram að þessu sinni í Austurbæjarbíói. Þar eru tvö svið og dagskrá alla helgina. Á föstudag koma fram Mugison, Ragga Gísla og Hipsumhaps, Bríet og að lokum Birnir. Á laugardag ætla Flóni, BSÍ, Purrkur Pillnikk og Spacestation að skemmta borgarbúum en Sigga Beinteins og Babies flokkurinn fá að kveðja laugardagsgestina út í nóttina. Bandið Alaska1867 tekur á móti gestum hátíðarinnar ásamt Une Misére, Ásdísi og Þórunni Antoníu. Hátíðinni lýkur svo með danstónlist Inspector Spacetime þar sem þau munu án efa kenna þér að dansa og bánsa. Hjarta Hafnarfjarðar hóf göngu sína í lok júní en lokahelgi hátíðarinnar rennur upp. Magnús Kjartan hitar upp fyrir Vestmannaeyjar á fimmtudeginum með brekkusöng og verða Hreimur og Magni ásamt hljómsveit með ball. Á föstudag er Hjálmar Örn með partýbingó með þjóðhátíðarþema en ball kvöldsins sjá Hr. Eydís og Erna Hrönn um. Hreimur mætir á laugardagskvöldið með kassagítar og Greifarnir fá þann heiður að ljúka hátíðinni. Á túninu við Roðasali í Kópavogi ætla hjónin Regína Ósk og Svenni Þór að bjóða upp á brekkusöng. Er það fimmta árið í röð sem þau taka lagið og auglýsa þau viðburðinn á Facebook-hóp Kópavogsbúa. Það liggur þó enn ekki fyrir hvort samsöngurinn verði á föstudag, laugardag eða sunnudag, vegna veðurs. Fyrir þá sem kjósa frekar klassíska tónlist heldur en brekkusönginn geta farið á Gljúfrastein. Seinnipart sunnudags ætlar Snorri Sigfús Birgisson að leika á flygil Halldórs Laxness en tónleikarnir eru hluti af árlegum stofutónleikum Gljúfrasteins á sumrin. Norðurland Fljóthátíð í Fljótunum í Skagafirði verður haldin enn á ný um Verslunarmannahelgina. Stærsti viðburðurinn á Norðurlandi verður þó án efa Ein með öllu sem haldin er á Akureyri. Um alla helgina verður sannkölluð markaðsstemning í bænum auk þess sem hægt er að skella sér í ekki eitt, heldur tvö mismunandi tívolí á Akureyrarvellinum. Á laugardeginum ætlar Emmsjé Gauti að láta sjá sig hjá Múlaberg seinnipartinn og stígur hann svo aftur á svið seinna um kvöldið á Öll í einu. Auk hans koma fram Friðrik Dór, Birnir, GDRN, Páll Óskar og Á móti sól. Sparitónleikarnir sjálfir eru á sunnudagskvöld en meðal annars koma fram Herra Hnetusmjör, Aron Can og Kristmundur Axel. Síldarævintýrið á Siglufirði verður líka á sínum stað. Þar verða alls kyns sýningar settar upp, svo sem minningarsýning um Björn Steingrímsson og sýningaropnun Önnu Þóru Karlsdóttur í Kompunni. Ástarpungarnir ætla að halda afmælistónleika á Ráðhústorginu á laugardagskvöld en með þeim í för verða Eyþór Ingi og Skandall. Landanum stendur einnig til boða að fara á Norðanpaunk sem haldið verður á Laugarbakka. Hátíðin er þrír dagar og eru fimmtíu hljómsveitir sem koma þar fram. Austurland Neistaflug á Neskaupstað hefst á miðvikudag með pöbbkvissi Betu og Gerði í Beituskúrnum. Á föstudag verður hins vegar formleg setning Neistaflugs á hátíðarsvæðinu og verða þar Herra Hnetusmjör og Færibandið til að koma öllum í stuðið. Laugardagurinn hentar fólki á öllum aldri en þar verður Íþróttaálfurinn og kassabílarallý en einnig freyðivínshlaup og partý bingó. Stórtónleikarnir sjálfir eru á sunnudagskvöld þar sem Væb, SúEllen og Mugison stíga á stokk áður en hleypt er af flugeldunum. Unglingalandsmót UMFÍ er að þessu sinni á Egilsstöðum. Uppselt er á mótið en keppt verður í 21 keppnisgrein auk þess sem ýmis konar afþreying og skemmtun verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Vesturland Sæludagar KFUK og KFUM verða haldnir í Vatnaskógi að venju. Þar geta börn tekið þátt í hæfileikasýningu en auk barnanna stíga Una Torfa og Væb á svið. Solla stirða og Halla hrekkjusvín ætla líka að láta sjá sig. Að venju er fjölbreytt skemmtun í boði, svo sem bátar og vatnafjör, hoppukastalar, bingó, knattspyrna og fleira. Vestfirðir Nábrókin verður í Trékyllisvík á Ströndum. Þar verður hinn klassíski mýrarbolti, sem lengi vel var á Ísafirði, á dagskránni. Melsystur ætla einnig að halda tónleika og Egill Tjee leiðir yoga-hugleiðslu-öndun. Þá er hægt að skella sér í Súðavík á Gönguhátíð sem verður haldin í ellefta sinn. Á föstudag verður gengið upp á fjallið Erni í Bolungarvík en verkefni laugardagsins verður að ganga á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Á sunnudag liggur leiðin í Æðey þar sem Jónas Kristjánsson leiðir göngufólkið um eyjuna. Að lokum verður gengið upp á Kofra sem er fyrir ofan Súðavík á mánudag. Þeir sem leggja leið sína á Vestfirði geta skellt sér á Dalbæjarleikana í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Á laugardag sér Ungmennafélag Djúpverja um leiki og þrautir á útisvæði og geta gestir og heimamenn gætt sér á kaffihlaðborði seinnipartinn. Um kvöldið verður boðið upp á fjölskylduskemmtun í Dalbæ. Á sunnudag verður síðan í boði gönguferð að Gunnarsvörðufossi. Er fleira að gerast um verslunarmannahelgina sem ætti heima í grein eins og þessari? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is
Er fleira að gerast um verslunarmannahelgina sem ætti heima í grein eins og þessari? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is
Ferðalög Verslunarmannahelgin Þjóðhátíð í Eyjum Innipúkinn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira