Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Olena Kondratiuk, varaforseti úkraínska þjóðþings. Verkhovna Rada Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir nú alþjóðlega ráðstefnu þingforseta í Genf í Sviss. Í gær átti hún fund með Olenu Kondratiuk, varaþingforseta Úkraínuþings. Frá fundinum í gær.Verkhovna Rada Engin ákvörðun tekin Haft er eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að hún búist við því að Íslendingar gangi í nýlega stofnað almannavarnabandalag. Bandalagið var formlega stofnað af Úkraínumönnum og Finnum í maí með það að markmiði að byggja þrjú þúsund sprengjuskýli í Úkraínu. „Við vonumst til þess að Íslendingar muni ganga í Almannavarnasambandið, sem sér um uppbyggingu skýlakerfis í Úkraínu,“ er haft eftir Kondratiuk. Þórunn segir við fréttastofu að Kondratiuk hafi minnst á almannavarnabandalagið, sem sé frumkvæðisverkefni finnskra stjórnvalda, á fundinum í dag. Engin ákvörðun um slíkt hafi þó verið tekin að hálfu Íslenskra stjórnvalda en málið sé í skoðun. Sniðgekk myndatöku með Rússum Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Þórunn hafi sniðgengið myndatöku með Valentynu Matvjenko, þingforseta Rússlands. Einnig er haft eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingum fyrir stuðnings. „Það sem er einkum mikilvægt,“ segir Kondratiuk, „að Íslendingar veiti Úkraínumönnum hernaðarlega og tæknilega aðstoð þó þeir séu herlausir. Heildarupphæð þessarar aðstoðar hefur þegar náð 54 milljónum bandaríkjadala [6.651 m. kr.].“ Forseti Alþingis og varaforseti úkraínuþings föðmuðust.Verkhovna Rada Úkraína Rússland Alþingi Almannavarnir Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir nú alþjóðlega ráðstefnu þingforseta í Genf í Sviss. Í gær átti hún fund með Olenu Kondratiuk, varaþingforseta Úkraínuþings. Frá fundinum í gær.Verkhovna Rada Engin ákvörðun tekin Haft er eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að hún búist við því að Íslendingar gangi í nýlega stofnað almannavarnabandalag. Bandalagið var formlega stofnað af Úkraínumönnum og Finnum í maí með það að markmiði að byggja þrjú þúsund sprengjuskýli í Úkraínu. „Við vonumst til þess að Íslendingar muni ganga í Almannavarnasambandið, sem sér um uppbyggingu skýlakerfis í Úkraínu,“ er haft eftir Kondratiuk. Þórunn segir við fréttastofu að Kondratiuk hafi minnst á almannavarnabandalagið, sem sé frumkvæðisverkefni finnskra stjórnvalda, á fundinum í dag. Engin ákvörðun um slíkt hafi þó verið tekin að hálfu Íslenskra stjórnvalda en málið sé í skoðun. Sniðgekk myndatöku með Rússum Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Þórunn hafi sniðgengið myndatöku með Valentynu Matvjenko, þingforseta Rússlands. Einnig er haft eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingum fyrir stuðnings. „Það sem er einkum mikilvægt,“ segir Kondratiuk, „að Íslendingar veiti Úkraínumönnum hernaðarlega og tæknilega aðstoð þó þeir séu herlausir. Heildarupphæð þessarar aðstoðar hefur þegar náð 54 milljónum bandaríkjadala [6.651 m. kr.].“ Forseti Alþingis og varaforseti úkraínuþings föðmuðust.Verkhovna Rada
Úkraína Rússland Alþingi Almannavarnir Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira