Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:11 Jón Kristjánsson fiskifræðingur fullyrðir að veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi áratugum saman verið röng. Vísir/Anton Brink/Facebook Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. „Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan: Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan:
Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35