Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 15:25 Framkvæmdir við nýtt skólaþorp hafa staðið yfir í sumar. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“ Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira