Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 23:00 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær ljósmynd með það fyrir stafni að fá frekari upplýsingar um fjóra menn sem höfðu verið staðnir að því í upptöku úr öryggismyndavél að stela dísilolíu úr flutningabíl. Eina vandamálið er að mennirnir á ljósmyndinni og mennirnir í upptökunni eru alls ekki þeir sömu. Það hafði verið átt við skjáskot úr öryggismyndavélinni með þeim afleiðingum að skáldað var í eyðurnar eins og sjá má. Til að mynda var gullkeðju bætt við ásamt merki á bifreiðina, húfu breytt í hár og í raun andlit og svipbrigði skálduð frá grunni. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu“ Lögreglan baðst að lokum afsökunar á myndinni og fjarlægði hana. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki ljóst hver uppruni myndarinnar sé. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu, að þetta hafi gerst. Við höfum alveg komið fram með það núna í dag að við höfum beðist innilegrar afsökunar á þessu. Auðvitað er það óheppilegt að lögreglan birti myndir sem varpa mögulega sök á einstakling sem er saklaus.“ Umrædd mynd var upphaflega birt á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi af aðgangi sem var stofnaður í maí og siglir undir fölsku flaggi. Lögreglan fékk síðan myndina senda. Mannleg mistök hafi orðið til þess að hún var birt og verða verkferlar því endurskoðaðir. Hafið þið áhyggjur af því að þetta rýri traust til lögreglunnar? „Við höfum alltaf áhyggjur af því að mistök okkar verði til þess að rýra traust. Vinnan okkar felst í því, hvernig við tökum á móti myndunum, hvernig við yfirfærum myndirnar. Er sannarlega um rétt myndefni að ræða?“ Komið fyrir að saklaus maður sé handtekinn vegna gervigreindar Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um gervigreind, segir að forrit sem slík eigi það til að halla á ákveðna minnihlutahópa og skálda í eyðurnar. „Það eru þekkt dæmi um það. Margar svona aðferðir voru þjálfaðar, allavega í fyrndinni, mest á hvítu fólki. Svona bjagar geta leynst í svona líkunum. Við vitum oft ekkert hvaða bjagar eru í þeim og á hvaða gögnum þau hafa verið þjálfuð.“ Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.vísir/ívar Veist þú til þess að eitthvað líkt þessu hafi gerst áður? „Það eru nokkur dæmi frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka mynd af einstakling sem er í lágri upplausn eins og er hér. Síðan er flett upp í gagnagrunni af ökuskírteinum og einhver er ranglega handtekinn, því það er búið að fletta upp rangri manneskju. Og það er gert með gervigreind. Gervigreind hefur leitt til mistaka eins og hefði getað gerst hér. Það hefur gerst að einhver er ranglega handtekinn út af gervigreind.“ Hann ítrekar að þegar að upplausn er jafn lítil eins og raun ber vitni í umræddri upptöku úr öryggismyndavél er ekki hægt að þysja inn eins og er oft sýnt í kvikmyndum. Þvert á móti býr gervigreindin til ný gögn og nýjar upplýsingar. „Gervigreindin er að fara verða það góð með tímanum að við sjáum mögulega ekkert lengur með tímanum hvað kemur frá gervigreind og hvað ekki.“ Lögreglumál Gervigreind Lögreglan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær ljósmynd með það fyrir stafni að fá frekari upplýsingar um fjóra menn sem höfðu verið staðnir að því í upptöku úr öryggismyndavél að stela dísilolíu úr flutningabíl. Eina vandamálið er að mennirnir á ljósmyndinni og mennirnir í upptökunni eru alls ekki þeir sömu. Það hafði verið átt við skjáskot úr öryggismyndavélinni með þeim afleiðingum að skáldað var í eyðurnar eins og sjá má. Til að mynda var gullkeðju bætt við ásamt merki á bifreiðina, húfu breytt í hár og í raun andlit og svipbrigði skálduð frá grunni. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu“ Lögreglan baðst að lokum afsökunar á myndinni og fjarlægði hana. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki ljóst hver uppruni myndarinnar sé. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu, að þetta hafi gerst. Við höfum alveg komið fram með það núna í dag að við höfum beðist innilegrar afsökunar á þessu. Auðvitað er það óheppilegt að lögreglan birti myndir sem varpa mögulega sök á einstakling sem er saklaus.“ Umrædd mynd var upphaflega birt á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi af aðgangi sem var stofnaður í maí og siglir undir fölsku flaggi. Lögreglan fékk síðan myndina senda. Mannleg mistök hafi orðið til þess að hún var birt og verða verkferlar því endurskoðaðir. Hafið þið áhyggjur af því að þetta rýri traust til lögreglunnar? „Við höfum alltaf áhyggjur af því að mistök okkar verði til þess að rýra traust. Vinnan okkar felst í því, hvernig við tökum á móti myndunum, hvernig við yfirfærum myndirnar. Er sannarlega um rétt myndefni að ræða?“ Komið fyrir að saklaus maður sé handtekinn vegna gervigreindar Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um gervigreind, segir að forrit sem slík eigi það til að halla á ákveðna minnihlutahópa og skálda í eyðurnar. „Það eru þekkt dæmi um það. Margar svona aðferðir voru þjálfaðar, allavega í fyrndinni, mest á hvítu fólki. Svona bjagar geta leynst í svona líkunum. Við vitum oft ekkert hvaða bjagar eru í þeim og á hvaða gögnum þau hafa verið þjálfuð.“ Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.vísir/ívar Veist þú til þess að eitthvað líkt þessu hafi gerst áður? „Það eru nokkur dæmi frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka mynd af einstakling sem er í lágri upplausn eins og er hér. Síðan er flett upp í gagnagrunni af ökuskírteinum og einhver er ranglega handtekinn, því það er búið að fletta upp rangri manneskju. Og það er gert með gervigreind. Gervigreind hefur leitt til mistaka eins og hefði getað gerst hér. Það hefur gerst að einhver er ranglega handtekinn út af gervigreind.“ Hann ítrekar að þegar að upplausn er jafn lítil eins og raun ber vitni í umræddri upptöku úr öryggismyndavél er ekki hægt að þysja inn eins og er oft sýnt í kvikmyndum. Þvert á móti býr gervigreindin til ný gögn og nýjar upplýsingar. „Gervigreindin er að fara verða það góð með tímanum að við sjáum mögulega ekkert lengur með tímanum hvað kemur frá gervigreind og hvað ekki.“
Lögreglumál Gervigreind Lögreglan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira