Enski boltinn

Nýju leik­menn Liverpool komnir með númer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florian Wirtz í einum fyrsta leik sínum fyrir Liverpool og þeim fyrsta sem hann skoraði í. Þetta var líka síðasta leikur Liverpool í NIke búningum í bili.
Florian Wirtz í einum fyrsta leik sínum fyrir Liverpool og þeim fyrsta sem hann skoraði í. Þetta var líka síðasta leikur Liverpool í NIke búningum í bili. Getty/Hiroki Watanabe

Englandsmeistarar Liverpool eru í dag að kynna nýtt samstarf við Adidas sem hefst formlega 1. ágúst.

Félagið sýnir nýja Adidas búninginn sinn en staðfestir líka í hvaða treyjunúmerum nýju leikmenn liðsins munu koma til með að spila.

Það vantar nefnilega ekki nýja leikmenn sem hafa bæst við leikmannahópinn í sumar og í æfingarleikjunum hingað til hafa þeir bara spilað í tímabundnum númerum.

Nú vitum við meira eins og sjá má líka hér fyrir neðan.

Florian Wirtz tekur þannig við sjöunni af Luis Diaz sem var seldur til Bayern München.

Milos Kerkez tekur sexuna og Jeremie Frimpong verður í treyju númer þrjátíu. Franski framherjinn Hugo Ekitike verður í treyju númer 22.

Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili fær síðan treyju númer 25.

Sjöan er eina treyjan sem var upptekin á síðustu leiktíð því enginn lék í 6, 30, 22 eða 25.

Norður-írski bakvörðurinn Conor Bradley hefur auk þess ákveðið að færa sig úr 84 í treyju númer tólf sem var einnig laus í fyrravetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×