Enski boltinn

Net­verslun Liverpool hrundi vegna á­lags

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florian Wirtz og Ryan Gravenberch í nýjum Adidas búningum Liverpool.
Florian Wirtz og Ryan Gravenberch í nýjum Adidas búningum Liverpool. @liverpoolfc

Liverpool hóf í dag formlega samstarf með þýska Adidas íþróttavöruframleiðandanum og spilar því ekki lengur í Nike.

Nýir búningar Liverpool voru kynntir í morgun og opnað fyrir sölu á þeim í netsölu.

Það var augljóslega mikill spenningur í fólki og margir vildu kaupa sér nýja búninginn.

Svo mikill var aðsóknin að netverslun Liverpool hrundi vegna álags

Liverpool er enskur meistari og hefur líka styrkt sig svakalega í sumar.

Liverpool hafði fyrr um morguninn gefið út leikmannanúmer nýju stjarnanna sem voru keyptir til liðsins í sumar.

Florian Wirtz tekur við sjöunni af Luis Diaz sem var seldur til Bayern München. Milos Kerkez tekur sexuna og Jeremie Frimpong verður í treyju númer þrjátíu. Franski framherjinn Hugo Ekitike verður í treyju númer 22. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili fær síðan treyju númer 25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×