Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar 1. ágúst 2025 15:33 Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun