Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar 1. ágúst 2025 15:33 Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun