Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 19:47 Mættur til Wales. Wrexham Conor Coady er genginn til liðs við Wrexham í ensku B-deildinni. Miðvörðurinn er fyrrverandi landsliðsmaður Englands og á að baki 198 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Wrexham hefur verið duglegt á markaðinum í sumar og er hvergi nærri hætt. Wrexham er snúið aftur í ensku B-deildina eftir 43 ára hlé. Liðið hefur verið átt ótrúlegu gengi að fagna síðan leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið fyrir nokkrum árum. Liðið hefur farið upp um deild undanfarin þrjú ár og hefur sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina. Wrexham hefur látið til sín taka í sumar er Coady sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig. Hinir sex eru: Miðjumaðurinn Lewis O‘Brien kom frá Nottingham Forest og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Wrexham. Vinstri bakvörðurinn Liberato Cacace kom frá Empoli skömmu áður og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Miðjumaðurinn George Thompson kom frá Bolton Wanderers. Framherjinn Ryan Hardie kom frá Plymouth Argyle. Markvörðurinn Danny Ward kom á frjálsri sölu. Sóknartengiliðurinn Josh Windass kom á frjálsri sölu. Hinn 32 ára gamli Coady skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur frá Leicester City. sem leikur einnig í ensku B-deildinni á komandi leiktíð og er sagður kosta tvær milljónir punda – 329 milljónir íslenskra króna. „Ég er himinlifandi. Þetta er sérstakur dagur,“ sagði Coady við undirskriftina. Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir England og var hluti af enska landsliðinu á EM 2020 og HM 2022. Premier League and international experience in abundance 🫡Find out more about our seventh signing of the summer window 👇🔴⚪ #WxmAFC— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025 Wrexham virðist þó rétt að byrja og er tilbúið að eyða enn meiri peningum. Félagið er orðað við Kieffer Moore, landsliðsframherja Wales, og Nathan Broadhead. Sá síðarnefndi er leikmaður Ipswich Town. Hann er sagður kosta 7.5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann yrði því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Wrexham er snúið aftur í ensku B-deildina eftir 43 ára hlé. Liðið hefur verið átt ótrúlegu gengi að fagna síðan leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið fyrir nokkrum árum. Liðið hefur farið upp um deild undanfarin þrjú ár og hefur sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina. Wrexham hefur látið til sín taka í sumar er Coady sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig. Hinir sex eru: Miðjumaðurinn Lewis O‘Brien kom frá Nottingham Forest og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Wrexham. Vinstri bakvörðurinn Liberato Cacace kom frá Empoli skömmu áður og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Miðjumaðurinn George Thompson kom frá Bolton Wanderers. Framherjinn Ryan Hardie kom frá Plymouth Argyle. Markvörðurinn Danny Ward kom á frjálsri sölu. Sóknartengiliðurinn Josh Windass kom á frjálsri sölu. Hinn 32 ára gamli Coady skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur frá Leicester City. sem leikur einnig í ensku B-deildinni á komandi leiktíð og er sagður kosta tvær milljónir punda – 329 milljónir íslenskra króna. „Ég er himinlifandi. Þetta er sérstakur dagur,“ sagði Coady við undirskriftina. Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir England og var hluti af enska landsliðinu á EM 2020 og HM 2022. Premier League and international experience in abundance 🫡Find out more about our seventh signing of the summer window 👇🔴⚪ #WxmAFC— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025 Wrexham virðist þó rétt að byrja og er tilbúið að eyða enn meiri peningum. Félagið er orðað við Kieffer Moore, landsliðsframherja Wales, og Nathan Broadhead. Sá síðarnefndi er leikmaður Ipswich Town. Hann er sagður kosta 7.5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann yrði því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira