Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun