Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur í blátt.
Mættur í blátt. Chris Lee/Getty Images

Chelsea hefur keypt hinn 19 ára gamla Jorrel Hato frá Ajax. Hann kostar tæplega sex milljarða króna og skrifar undir sjö ára samning í Lundúnum.

Hato er áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar. Allir eiga það sameiginlegt að vera í yngri kantinum, 23 ára eða yngri. Þá virðist sem Chelsea sé ekki hætt á markaðinum þar sem liðið er sagt vilja Alejandro Garnacho, vængmann Manchester United.

Táningurinn Hato getur bæði spilað sem miðvörður sem og vinstri bakvörður. Hann var aðeins 12 ára gamall þegar hann gekk til liðs við Ajax og lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins aðeins 16 ára gamall.

Þá hefur hann nú þegar spilað sex A-landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila 21 leik fyrir yngri landsliðin.

Hato er spenntur fyrir næsta skrefi á ferli sínum. Hann segist hafa hugsað um framtíðina og ákveðið að Chelsea væri besti staðurinn fyrir sig.

Chelsea vann Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð og er til alls líklegt á komandi tímabili. Lærisveinar Enzo Maresca mæta Crystal Palace í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. ágúst næstkomandi.

Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport.

Hér má tryggja sér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×