Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2025 07:02 Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun