Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar 4. ágúst 2025 14:01 Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun