Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2025 11:01 Í nýjasta þætti Skuggavarpsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Myndin er úr safni. Getty Í áratugi beittu alþjóðleg tóbaksfyrirtæki kerfisbundnum aðferðum til að villa um fyrir almenningi um skaðsemi reykinga. Í nýjum þætti Skuggavaldsins, hlaðvarpi um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum, fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann nú í fyrsta sinn um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Þegar 46 ríki í Bandaríkjunum sömdu við fjögur stærstu tóbaksfyrirtækin árið 1998 um greiðslu upp á 206 milljarða dollara vegna heilsutjóns af völdum reykinga, þurftu fyrirtækin jafnframt að viðurkenna að þau hefðu meðvitað, markvisst og með siðferðilega vafasömum aðferðum notað fjötra fíknar til að halda neytendum föstum í viðskiptasambandi við þau. Fyrsta kerfisbundna samsærið fólst í því að beina markaðssetningu sérstaklega að börnum og unglingum. Tóbaksframleiðendur vissu að því yngra sem fólk byrjar að reykja, því líklegra er það til að ánetjast tóbaki til frambúðar. Á áttunda og níunda áratugnum var auglýsingaherferðum vísvitandi beint að yngsta hlutanum af markaðinum, eins og fram kom í skjölum úr innri starfsemi RJ Reynolds, framleiðanda Camel sígaretta. Til dæmis þróaði fyrirtækið teiknimyndafígúruna Joe Camel sem varð það þekkt að 90% sex ára barna þekktu hana og tengdu við sígarettur. Eftir herferðina jókst hlutdeild Camel meðal ungra reykingamanna úr undir 1% í þriðjung. Annað samsærið snerist um að gera vöruna viljandi meira ávanabindandi. Á meðan forstjórar stærstu fyrirtækjanna fullyrtu opinberlega, meðal annars fyrir bandaríska þinginu árið 1994, að nikótín væri ekki ávanabindandi, sýna síðari tíma framkomin skjöl að fyrirtækin unnu markvisst að því að auka áhrif nikótíns. Með því að bæta við efnum eins og acetaldehyde og ammóníaki, sem hraða upptöku nikótíns í blóðið, urðu sígarettur enn meira ávanabindandi. Til dæmis fékk Philip Morris vísindamenn til að þróa slíkar blöndur en þegar niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkar blöndurnar voru í að skapa fíkn, var vísindamönnum skipað að eyða rannsóknargögnum því ef upp kæmist um vitneskju fyrirtækisins gætu þau ekki lengur haldið því blákalt fram fyrir dómstólum að sígarettur væru ekki ávanabindandi. Þriðja og líklega víðtækasta samsærið snerist um að hafa áhrif á vísindarannsóknir og -umræðu. Tóbaksfyrirtækin settu á laggirnar rannsóknarsjóði og greiddu fyrir birtingu greina sem áttu að draga í efa samstöðu meðal vísindamanna um skaðsemi reykinga. Árið 1954 stofnuðu þau Tobacco Industry Research Committee sem beitti sér fyrir því að sá efasemdum í gegnum „hlutlausar“ skýrslur og bæklinga. Virtir vísindamenn, á borð við eðlisfræðinginn Fredrick Seitz, fengu tugmilljónir dollara til að halda fram slíkum sjónarmiðum. Sambærilegar aðferðir má sjá síðar í afneitun á loftslagsvísindum. Stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir. Síðar heimfærðu fyrirtækin umfangsmikla þekkingu sinni á fíkn yfir á aðra geira. Rannsókn frá Kansas-háskóla sýna að matvæli sem voru í eigu tóbaksfyrirtækja á árunum 1980–2001 voru tvö- til þrefalt líklegri til að flokkast sem „hyper-palatable“, þ.e. matvæli með þess háttar samsetningu sykurs, fitu og salts að þau virka örvandi á umbunarkerfi heilans. Slík matvæli eru talin eiga stærstu sök á offitufaraldri Bandaríkjanna og víðar. Fyrirtækin eru ekki af baki dottin. Í dag beita þau gjarnan lögfræðilegum þrýstingi gegn ríkjum sem reyna að innleiða heilbrigðislöggjöf. Í Ástralíu höfðaði Philip Morris til dæmis mál fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna laga um merkingar á sígarettupökkum frá 2012, og þótt fyrirtækið tapaði að lokum þá tók málsmeðferðin mörg ár og kostaði skattgreiðendur milljarða. Svipaðar tilraunir hafa átt sér stað í fleiri löndum. Reykingar hafa minnkað verulega í mörgum ríkjum. Á Íslandi hefur hlutfall daglegra reykingamanna til dæmis lækkað úr um 30% árið 2000 niður í 6–9% í dag. Fyrir vikið hefur tóbaksiðnaðurinn beint sjónum sínum að þróunarlöndum. Um 80% reykingamanna í heiminum búa nú í löndum með meðal- og lágtekjur, þar sem reglugerðir og eftirlit eru veikari og markaðstækifærin meiri. Þáttinn má heyra hér að neðan. Alla þætti Skuggavaldsins má heyra á vef Tals. Skuggavaldið Tóbak Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Í nýjum þætti Skuggavaldsins, hlaðvarpi um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum, fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann nú í fyrsta sinn um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Þegar 46 ríki í Bandaríkjunum sömdu við fjögur stærstu tóbaksfyrirtækin árið 1998 um greiðslu upp á 206 milljarða dollara vegna heilsutjóns af völdum reykinga, þurftu fyrirtækin jafnframt að viðurkenna að þau hefðu meðvitað, markvisst og með siðferðilega vafasömum aðferðum notað fjötra fíknar til að halda neytendum föstum í viðskiptasambandi við þau. Fyrsta kerfisbundna samsærið fólst í því að beina markaðssetningu sérstaklega að börnum og unglingum. Tóbaksframleiðendur vissu að því yngra sem fólk byrjar að reykja, því líklegra er það til að ánetjast tóbaki til frambúðar. Á áttunda og níunda áratugnum var auglýsingaherferðum vísvitandi beint að yngsta hlutanum af markaðinum, eins og fram kom í skjölum úr innri starfsemi RJ Reynolds, framleiðanda Camel sígaretta. Til dæmis þróaði fyrirtækið teiknimyndafígúruna Joe Camel sem varð það þekkt að 90% sex ára barna þekktu hana og tengdu við sígarettur. Eftir herferðina jókst hlutdeild Camel meðal ungra reykingamanna úr undir 1% í þriðjung. Annað samsærið snerist um að gera vöruna viljandi meira ávanabindandi. Á meðan forstjórar stærstu fyrirtækjanna fullyrtu opinberlega, meðal annars fyrir bandaríska þinginu árið 1994, að nikótín væri ekki ávanabindandi, sýna síðari tíma framkomin skjöl að fyrirtækin unnu markvisst að því að auka áhrif nikótíns. Með því að bæta við efnum eins og acetaldehyde og ammóníaki, sem hraða upptöku nikótíns í blóðið, urðu sígarettur enn meira ávanabindandi. Til dæmis fékk Philip Morris vísindamenn til að þróa slíkar blöndur en þegar niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkar blöndurnar voru í að skapa fíkn, var vísindamönnum skipað að eyða rannsóknargögnum því ef upp kæmist um vitneskju fyrirtækisins gætu þau ekki lengur haldið því blákalt fram fyrir dómstólum að sígarettur væru ekki ávanabindandi. Þriðja og líklega víðtækasta samsærið snerist um að hafa áhrif á vísindarannsóknir og -umræðu. Tóbaksfyrirtækin settu á laggirnar rannsóknarsjóði og greiddu fyrir birtingu greina sem áttu að draga í efa samstöðu meðal vísindamanna um skaðsemi reykinga. Árið 1954 stofnuðu þau Tobacco Industry Research Committee sem beitti sér fyrir því að sá efasemdum í gegnum „hlutlausar“ skýrslur og bæklinga. Virtir vísindamenn, á borð við eðlisfræðinginn Fredrick Seitz, fengu tugmilljónir dollara til að halda fram slíkum sjónarmiðum. Sambærilegar aðferðir má sjá síðar í afneitun á loftslagsvísindum. Stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir. Síðar heimfærðu fyrirtækin umfangsmikla þekkingu sinni á fíkn yfir á aðra geira. Rannsókn frá Kansas-háskóla sýna að matvæli sem voru í eigu tóbaksfyrirtækja á árunum 1980–2001 voru tvö- til þrefalt líklegri til að flokkast sem „hyper-palatable“, þ.e. matvæli með þess háttar samsetningu sykurs, fitu og salts að þau virka örvandi á umbunarkerfi heilans. Slík matvæli eru talin eiga stærstu sök á offitufaraldri Bandaríkjanna og víðar. Fyrirtækin eru ekki af baki dottin. Í dag beita þau gjarnan lögfræðilegum þrýstingi gegn ríkjum sem reyna að innleiða heilbrigðislöggjöf. Í Ástralíu höfðaði Philip Morris til dæmis mál fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna laga um merkingar á sígarettupökkum frá 2012, og þótt fyrirtækið tapaði að lokum þá tók málsmeðferðin mörg ár og kostaði skattgreiðendur milljarða. Svipaðar tilraunir hafa átt sér stað í fleiri löndum. Reykingar hafa minnkað verulega í mörgum ríkjum. Á Íslandi hefur hlutfall daglegra reykingamanna til dæmis lækkað úr um 30% árið 2000 niður í 6–9% í dag. Fyrir vikið hefur tóbaksiðnaðurinn beint sjónum sínum að þróunarlöndum. Um 80% reykingamanna í heiminum búa nú í löndum með meðal- og lágtekjur, þar sem reglugerðir og eftirlit eru veikari og markaðstækifærin meiri. Þáttinn má heyra hér að neðan. Alla þætti Skuggavaldsins má heyra á vef Tals.
Skuggavaldið Tóbak Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira