Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun