Fótbolti

Fótboltamaður drukknaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeferson Merli var markvörður hjá portúgölsku b-deildarliði.
Jeferson Merli var markvörður hjá portúgölsku b-deildarliði. @jefersonmerli

Brasilíski markvörðurinn Jeferson Merli er látinn eftir slys í Portúgal þar sem hann spilaði með B-deildarliði.

Merli drukknaði eftir að hafa farið að synda með kærustu sinni í Homem ánni í norðvestur Portúgal.

Merli var aðeins 27 ára gamall.

Slysið varð um sex á mánudagskvöldið þegar kærustuparið ætlaði að eyða sumarkvöldi saman með því að synda í ánni.

Merli stakk sér til sunds en skyndilega hvarf hann sjónum kærustunnar. Hún fann hann hvergi og hringdi strax eftir hjálp.

Lík Merli fannst ekki fyrr en um hálf tíu um kvöldið þegar hans hafði verið saknað í þrjá og hálfan klukkutíma.

Merli bjó í borginni Braga sem er í fjörutíu mínútna fjarlægð frá slysstaðnum.

Hann spilaði fyrir portúgalska félagið GD Caldelas og var nýbúinn að framlengja samning sinn við félagið.

Merli byrjaði feril sinn í Brasilíu en kom til Evrópu fyrir sex árum. Hann hefur síðan spilað með liðum á Spáni og í Portúgal en hefur verið leikmaður GD Caldelas frá 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×