Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 09:30 Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Rangárþing ytra Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar