Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 16:12 Donald Trump og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann. Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann.
Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira