Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun