Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar