Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun