Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. ágúst 2025 07:32 Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar