Skipar hernum í hart við glæpasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 15:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, sem ríkisstjórn hans hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggur grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Innan veggja er nú unnið að áætlunum um hvernig hægt sé að beita hernum gegn samtökunum en hingað til hefur það verið á höndum löggæsluembætta að berjast gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum úr ráðuneytinu og bandarískri stjórnsýslu. Áður hafa fregnir borist af því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fylgst með glæpamönnum í Mexíkó með eftirlitsdrónum og hefur Trump farið fram á það við forseta Mexíkó að fá að senda hermenn þangað. Þeirri beiðni var hafnað. Þá hefur Trump einnig sent fjölda hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þeir hafa tekið þátt í því að stöðva fólk sem reynir að komast til Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og fíkniefnasmyglara. Með Mexíkó og Venesúela í sigtinu Í frétt NYT segir að Trump hafi sérstaklega beint sjónum sínum að glæpasamtökum frá Mexíkó og Venesúela. Utanríkisráðuneytið skilgreindi í febrúar samtökin Tren de Aragua, MS-13 og fleiri sem hryðjuverkasamtök sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fyrir tveimur vikum var samtökunum Cartel de los Soles bætt við listann og halda Bandaríkjamenn því fram að þau sé leidd af Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og öðrum meðlimum ríkisstjórnar hans. Fimmtíu milljónum dala hefur heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro en Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við það tilefni að Maduro myndi ekki komast hjá því að þurfa að gjalda fyrir hræðilega glæpi hans. Hún sagði ráðuneytið hafa lagt hald á eigur Maduros verðmetnar að minnsta kosti sjö hundruð milljónir dala, auk sjö tonna af kókaíni sem hefði verið rakið beint til hans. Sjá einnig: Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó AP fréttaveitan hefur eftir Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, að ásakanir Bondi séu aumkunarverðar og liður í áróðursherferð. Hún sé sama manneskjan og hafi heitið því að birta „Epstein-listann“ svokallaða og sé gjörspillt. „Þessi sýning hennar er brandari. Örvæntingarfull tilraun til að draga athygli frá hennar eigin eymd,“ sagði Gil. Spurningar um lögmæti Mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, ef af þeim verður, fæli í sér spurning um lögmæti og sérstaklega þegar snýr að dauðsföllum óbreyttra borgara og jafnvel grunaðra glæpamanna. Hvort slíkt yrði skilgreint sem morð, þar sem bandaríska þingið hefði ekki lýst yfir stríði. Í tilfelli grunaðra glæpamanna væri í raun verið að taka fólk af lífi án dóms og laga. Hernum hefur áður verið beitt gegn fíkniefnasamtökum í Mið- og Suður-Ameríku en það hefur alltaf skilgreint til stuðnings löggæsluembætta. Árið 1989 sendi George H.W. Bush þó rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Panama til að handtaka einræðisherra landsins eftir að hann var ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum. Þá hefur sjóher Bandaríkjanna lengi tekið þátt í að stöðva skip og báta vegna meints smygls. Í slíkum aðgerðum heyra skipin þó undir Strandgæslu Bandaríkjanna. New York Times segir ekki liggja fyrir hvað lögmenn Hvíta hússins, varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi um skipun Trumps að segja. Í svari við fyrirspurn miðilsins segir talskona Hvíta hússins að Trump hafi varnir heimalandsins í forgangi og þess vegna hafi hann tekið það skref að skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök. Varnarmálaráðuneytið svaraði ekki. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Venesúela Erlend sakamál Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Innan veggja er nú unnið að áætlunum um hvernig hægt sé að beita hernum gegn samtökunum en hingað til hefur það verið á höndum löggæsluembætta að berjast gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum úr ráðuneytinu og bandarískri stjórnsýslu. Áður hafa fregnir borist af því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fylgst með glæpamönnum í Mexíkó með eftirlitsdrónum og hefur Trump farið fram á það við forseta Mexíkó að fá að senda hermenn þangað. Þeirri beiðni var hafnað. Þá hefur Trump einnig sent fjölda hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þeir hafa tekið þátt í því að stöðva fólk sem reynir að komast til Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og fíkniefnasmyglara. Með Mexíkó og Venesúela í sigtinu Í frétt NYT segir að Trump hafi sérstaklega beint sjónum sínum að glæpasamtökum frá Mexíkó og Venesúela. Utanríkisráðuneytið skilgreindi í febrúar samtökin Tren de Aragua, MS-13 og fleiri sem hryðjuverkasamtök sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fyrir tveimur vikum var samtökunum Cartel de los Soles bætt við listann og halda Bandaríkjamenn því fram að þau sé leidd af Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og öðrum meðlimum ríkisstjórnar hans. Fimmtíu milljónum dala hefur heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro en Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við það tilefni að Maduro myndi ekki komast hjá því að þurfa að gjalda fyrir hræðilega glæpi hans. Hún sagði ráðuneytið hafa lagt hald á eigur Maduros verðmetnar að minnsta kosti sjö hundruð milljónir dala, auk sjö tonna af kókaíni sem hefði verið rakið beint til hans. Sjá einnig: Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó AP fréttaveitan hefur eftir Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, að ásakanir Bondi séu aumkunarverðar og liður í áróðursherferð. Hún sé sama manneskjan og hafi heitið því að birta „Epstein-listann“ svokallaða og sé gjörspillt. „Þessi sýning hennar er brandari. Örvæntingarfull tilraun til að draga athygli frá hennar eigin eymd,“ sagði Gil. Spurningar um lögmæti Mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, ef af þeim verður, fæli í sér spurning um lögmæti og sérstaklega þegar snýr að dauðsföllum óbreyttra borgara og jafnvel grunaðra glæpamanna. Hvort slíkt yrði skilgreint sem morð, þar sem bandaríska þingið hefði ekki lýst yfir stríði. Í tilfelli grunaðra glæpamanna væri í raun verið að taka fólk af lífi án dóms og laga. Hernum hefur áður verið beitt gegn fíkniefnasamtökum í Mið- og Suður-Ameríku en það hefur alltaf skilgreint til stuðnings löggæsluembætta. Árið 1989 sendi George H.W. Bush þó rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Panama til að handtaka einræðisherra landsins eftir að hann var ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum. Þá hefur sjóher Bandaríkjanna lengi tekið þátt í að stöðva skip og báta vegna meints smygls. Í slíkum aðgerðum heyra skipin þó undir Strandgæslu Bandaríkjanna. New York Times segir ekki liggja fyrir hvað lögmenn Hvíta hússins, varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi um skipun Trumps að segja. Í svari við fyrirspurn miðilsins segir talskona Hvíta hússins að Trump hafi varnir heimalandsins í forgangi og þess vegna hafi hann tekið það skref að skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök. Varnarmálaráðuneytið svaraði ekki.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Venesúela Erlend sakamál Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira