Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 20:23 Albert Jónsson undrar ákvörðun Netanjahú. Vísir/Viktor Freyr Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent