Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 22:45 Luka Doncic í baráttunni Isaac Bonga í kvöld. Jurij Kodrun/Getty Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim. Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira