Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 07:00 Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar