Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 07:00 Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar