Innlent

Einn hand­tekinn vegna gruns um í­kveikju

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Loftmynd af Akranesi úr safni.
Loftmynd af Akranesi úr safni. Vísir/Arnar

Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu.

Þetta segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

„Það leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Það hefur einn verið handtekinn, en þetta er bara allt til rannsóknar, og skýrist kannski á morgun,“ segir Ásmundur.

Enginn hafi verið í húsinu, og enginn búið þar síðustu ár.

Í frétt Ríkisútvarpsins er sagt frá því að nágranni hafi náð grunsamlegum mannaferðum í húsinu á upptöku og afhent lögreglu hana. Það hafi leitt til handtöku mannsins.

„Það getur alveg verið að svo hafi verið, en ég hef allavgana ekkert heyrt um það,“ segir Ásmundur.

Ríkisútvarpið hefur eftir nágrannanum að hann hafi orðið var við mannaferðir í húsinu skömmu áður en eldurinn kviknaði. Það sé ekki óalgengt að fólk dvelji stundum í húsinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×