Svara til saka eftir tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði. Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira