Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 09:32 Uga Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (t.h.) segir Palestínufána í Gleðigöngunni um helgina hafa snúist um að styðja mannréttinda allra, óháð skoðunum. Vísir Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla. Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla.
Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira