Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:30 Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Hinsegin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun