Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 10:42 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, (t.h.) með Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, (t.v.) í Berlín í maí. Þeir hittast aftur í þýsku höfuðborginni í dag. AP/Markus Schreiber Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira