Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 14:18 Hugleikur segist á hálum ís eftir að efni hans hefur ítrekað verið fjarlægt af samfélagsmiðlum hans. Instagram/Facebook Fésbókaryfirvöld hafa tjáð Hugleiki Dagssyni grínista að ef hann heldur áfram að birta klúrar skrítlur á 216 þúsund fylgjenda síðuna sína verði lokað á síðuna að eilífu. Hugleikur líkir gervigreindinni sem sigtar út efnið hans við barn sem skilji ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41
Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14
Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05