Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 13:16 Donnarumma yrði sá fyrsti til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald Persaflóaríkjanna. EPA/FRANCK FIFE / POOL MAXPPP OUT Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira
Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira