Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 10:37 Stofnun vinnumarkaðstölfræði í Bandaríkjunum heyrir undir vinnumálaráðuneytið. Trump sakaði fyrri yfirmann hennar um að hafa hagrætt tölum um fjölgun starfa, án nokkurra sannanna. AP/J. Scott Applewhite Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira