Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:03 Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn á fundi forsvarsfólks samtakanna og ríkistjórnarinnar í Stykkishólmi í morgun. Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn. Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll. Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll.
Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira