Innlent

Fá tíma­bundna undan­þágu frá við­skipta­þvingunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags.
Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags. Aðsend/Já.is

Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum.

„Við höfum fengið undanþágu frá frystingu fjármuna,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu.

Um sé að ræða tímabundna undanþágu með ákveðnum skilyrðum en Trausti vildi ekki tjá sig um hvers konar undanþágu sé að ræða né um skilyrðin sem fylgja.

Málið varðar fyrrum móðurfélag Vélfags, Norebro, en það síðarnefnda er rússneskt og sætir viðskiptaþvingunum í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu. Eignarhald Vélfags var hins vegar fært til félagsins Titania Trading árið 2021, sem staðsett er í Hong Kong. Árið 2023 var Titania Trading síðan keypt af svissneskum fjárfesti.

Sjá nánar: Tengist ekki skuggaflota Rússlands

„Við erum að vinna úr stöðunni,“ segir hann.

Markmiðið sé að fá fulla afléttingu viðskiptaþvingananna. Hann segist eiga í nánu samtali við viðskiptabankann sinn og utanríkisráðuneytið þar sem unnið sé í málinu.

Trausti segir afléttinguna halda fyrirtækinu gangandi í bili en staðan sé þröng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×