Draumabyrjun ný­liðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dan Ballard hnyklar vöðvana eftir að hafa komið Sunderland í 2-0 gegn West Ham United.
Dan Ballard hnyklar vöðvana eftir að hafa komið Sunderland í 2-0 gegn West Ham United. getty/Robbie Jay Barratt

Sunderland fer vel af stað á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni síðan 2016-17 en liðið vann 2-0 sigur á West Ham United í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk.

Það fyrsta gerði Eliezer Mayenda með skalla eftir fyrirgjöf Omars Alderete á 61. mínútu og tólf mínútum síðar skallaði Dan Ballard boltann í netið eftir undirbúning Simons Adingra. 

Wilson Isidor gulltryggði svo sigur Sunderland þegar hann skoraði á lokamínútunni. Svörtu kettirnir fögnuðu því góðum sigri, þeim fyrsta í ensku úrvalsdeildinni síðan 6. maí 2017.

West Ham spilaði í dag sinn tuttugasta leik undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu í janúar á þessu ári. Hamrarnir hafa aðeins unnið fimm af þessum tuttugu leikjum.

Brighton og Fulham skildu jöfn, 1-1, á suðurströndinni. Gestirnir jöfnuðu í blálokin.

Á 53. mínútu fengu Mávarnir vítaspyrnu eftir að Sander Berge braut á Georginio Rutter inni í teig. Matt O'Riley tók spyrnuna og skoraði framhjá Bernd Leno í marki Fulham.

Allt stefndi í að það mark myndi nægja Brighton til sigurs en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Rodrigo Muniz metin fyrir Fulham eftir hornspyrnu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira