Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 15:12 Þremenningarnir sátu í sólinni með fartölvur og kaffibolla. Ekki fylgir sögunni hvort þau fengu sér fisk. Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum. Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum.
Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36