Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 15:19 Svona var útsýnið frá Flötunum í Garðabæ yfir að Kauptúni þar sem auglýsingaskiltið skein skært síðastliðið laugardagskvöld. Baldur Rafn Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur. Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur.
Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira