Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:30 Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Reykjavík Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun