Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 10:21 Chris Pratt og Robert Kennedy yngri hittast reglulega í matarboðum Kennedy-fjölskyldunnar. Getty Bandaríski leikarinn Chris Pratt segist reglulega hitta frænda eiginkonu sinnar, heilbrigðisráðherrann Robert F. Kennedy yngri, í matarboðum. Þeir tali lítið saman um stjórnmál saman en komi vel saman og sagðist Pratt elska Kennedy. Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic World-myndunum og þríleiknum um Verndara vetrarbrautarinnar, ræddi við Bill Maher, sjónvarpsmann og grínista, í hlaðvarpinu Club Random á mánudag. „Ég hef eytt þó nokkrum stundum að hanga með honum í eingöngu fjölskyldukvöldverðar-stemmingu og mér kemur mjög vel saman með honum. Mér finnst hann frábær. Hann er fyndinn, hann er dásamlegur. Ég elskahann,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt giftist Katherine Schwarzenegger árið 2019. Tengdamóðir hans er því Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger og dóttir Eunice Kennedy sem var systir bæði John F. Kennedy og Robert F. Kennedy eldri, sem tengir Pratt við RFK yngri. „Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr“ „Það er ekki eins og ég sitji með Bobby og segi: ,Hey, við skulum tala um þetta, við skulum tala um hitt',“ sagði Pratt um Kennedy. „Við erum bara að spila á spil, í varúlfi, að skemmta okkur eða borða kvöldverð saman. Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr um það hvort þessir hlutir séu sannir,“ sagði Pratt um yfirlýsingar heilbrigðismálaráðherrans um umdeild málefni á borð við bólusetningar, Covid og HIV. „Ég veit ekki hverju á að trúa,“ sagði Pratt við Maher. Þá sagðist Pratt fagna ákveðnum aðgerðum sem væri greinilegt að allir styddu, þvert á flokkslínur, svosem hluta herferðarinnar „Make America Healthy Again“ sem gengur út á að fækka ofurunnum matvælum og draga úr notkun gervisykurs í mat. „Ég myndi hata að vera svo fastur í hatri mínu á forsetanum að öll velgengni ríkisstjórnar hans sé eitthvað sem ég fengi ofnæmisviðbrögð við,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt hefur notið gríðarlegrar velgengni í Hollywood á síðustu tíu árum: gert það gott sem Stjörnuhersir í Marvel-myndum, lék í þremur Jurassic World-risaeðlumyndum og talað fyrir bæði píparann Mario og köttinn Gretti í samnefndnum myndum. Á sama tíma hefur hann verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla hans við Hillsong-kirkjuna, sem hefur verið gagnrýnd fyrir neikvæða afstöðu í garð samkynhneigðra og ásakana í garð stjórnenda um misnotkun og fjárdrátt, og meints stuðnings hans við Repúblikana en fyrir forsetakosningarnar 2024 tók hann hvorki afstöðu með Trump né Harris en birti skoðanagrein á kosningadag um að fólk ætti að einblína á það sem sameinaði það frekar en sundraði. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic World-myndunum og þríleiknum um Verndara vetrarbrautarinnar, ræddi við Bill Maher, sjónvarpsmann og grínista, í hlaðvarpinu Club Random á mánudag. „Ég hef eytt þó nokkrum stundum að hanga með honum í eingöngu fjölskyldukvöldverðar-stemmingu og mér kemur mjög vel saman með honum. Mér finnst hann frábær. Hann er fyndinn, hann er dásamlegur. Ég elskahann,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt giftist Katherine Schwarzenegger árið 2019. Tengdamóðir hans er því Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger og dóttir Eunice Kennedy sem var systir bæði John F. Kennedy og Robert F. Kennedy eldri, sem tengir Pratt við RFK yngri. „Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr“ „Það er ekki eins og ég sitji með Bobby og segi: ,Hey, við skulum tala um þetta, við skulum tala um hitt',“ sagði Pratt um Kennedy. „Við erum bara að spila á spil, í varúlfi, að skemmta okkur eða borða kvöldverð saman. Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr um það hvort þessir hlutir séu sannir,“ sagði Pratt um yfirlýsingar heilbrigðismálaráðherrans um umdeild málefni á borð við bólusetningar, Covid og HIV. „Ég veit ekki hverju á að trúa,“ sagði Pratt við Maher. Þá sagðist Pratt fagna ákveðnum aðgerðum sem væri greinilegt að allir styddu, þvert á flokkslínur, svosem hluta herferðarinnar „Make America Healthy Again“ sem gengur út á að fækka ofurunnum matvælum og draga úr notkun gervisykurs í mat. „Ég myndi hata að vera svo fastur í hatri mínu á forsetanum að öll velgengni ríkisstjórnar hans sé eitthvað sem ég fengi ofnæmisviðbrögð við,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt hefur notið gríðarlegrar velgengni í Hollywood á síðustu tíu árum: gert það gott sem Stjörnuhersir í Marvel-myndum, lék í þremur Jurassic World-risaeðlumyndum og talað fyrir bæði píparann Mario og köttinn Gretti í samnefndnum myndum. Á sama tíma hefur hann verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla hans við Hillsong-kirkjuna, sem hefur verið gagnrýnd fyrir neikvæða afstöðu í garð samkynhneigðra og ásakana í garð stjórnenda um misnotkun og fjárdrátt, og meints stuðnings hans við Repúblikana en fyrir forsetakosningarnar 2024 tók hann hvorki afstöðu með Trump né Harris en birti skoðanagrein á kosningadag um að fólk ætti að einblína á það sem sameinaði það frekar en sundraði.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30
Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01