Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2025 10:50 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún starfaði lengi á leikskóla áður en hún hellti sér út í stéttarfélagsstörf. Vísir/EinarÁrna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. Heiða Björg var gestur í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi þar sem málið var til umræðu. Hún sagði að enginn hjá Reykjavíkurborg hefði verið meðvitaður um að starfsmaðurinn hefði sætt eftirliti. Starfsfólk ætti aldrei að njóta vafans í slíkum málum. „Það er ekki staðfest að hann hafi verið undir sérstöku eftirliti. Það er oft höfð aukin tilsjón þegar fólk er að byrja í nýju starfi. Þá þarf oft að leiðbeina fólki meira og ef að koma upp einhver atvik þar sem viðkomandi er ekki að gera rétt þá þarf að leiðbeina betur og styðja viðkomandi betur. Það er alvanalegt í öllum störfum. Mér ekki kunnugt að þessi hafi orðið fyrir einhverju sérstöku eftirliti, ég hef heyrt það í fjölmiðlum,“ sagði Heiða Björg í Kastljósi. Heiða Björg kynnti dagskrá Menningarnætur á Ingólfstorgi í morgun.Vísir/Anton Brink Starfsmenn mættu almennt ekki vera einir með börnum í leikskólum. Verklagið sé að koma alltaf í veg fyrir að það gerist. „Ég skil vel að það myndi vekja upp óhug en það er engin vitneskja um það hjá Reykjavíkurborg að hann hafi sætt sérstöku eftirliti.“ Sólveig Anna er hugsi eftir viðtalið við borgarstjóra. „Hvers vegna er starfsfólk leikskóla undir sérstöku eftirliti – hvað þarf að gerast til að starfsmaður fari undir eftirlit? Hvað hafa margir sem að vinna á leikskólum borgarinnar verið undir eftirliti á síðustu árum og hversvegna? Hver sér um eftirlitið og hvernig er því háttað? Inn á leiksólunum eru haldnar atvikaskráningar þegar/ef eitthvað kemur uppá; borgin hlýtur að vera með skráningu um það hvaða starfsmenn leikskóla, sem eru mikilvægustu stofnanir samfélagsins, eru undir sérstöku eftirliti við störf með börnun og hvað varð til þess að eftirlitið var sett á.“ Hún segist vita af eigin reynslu, eftir að hafa starfað á leikskóla í tíu ár, að starfsfólk vilji alls ekki vera eitt með börnum. Það sé erfitt og stressandi. „En staðreyndin er sú að vegna þess að mennekla er viðvarandi vandamál er starfsfólk stundum eitt með hópi barna. Það er erfitt að lenda í slíkri stöðu og auðvitað aðeins fyrir færasta fólk með mikla reynslu að tækla án þess að upplifa mikla streitu. Þarna er ekki við starfsfólk eða stjórnendur leikskóla að sakast – þarna ber borgin alla ábyrgð á því að reka leikskólakerfið okkar með viðvarandi niðurskurðarkröfu og með því að innleiða styttingu vinnuvikunnar án þess að bæta við fjármagni í kerfið svo hægt sé að tryggja góða mönnun og gott starfsumhverfi.“ Sólveig Anna segir það sem gerðist á Múlaborg verstu martröð foreldra og líka starfsfólks leikskólanna. „Við erum öll sorgmædd yfir því að þetta hafi getað gerst. Ég hef verið undrandi á fjarveru pólitískrar forysta borgarinnar í umræðunni. Mér hefur þótt skrítið að ekki séu send skýr skilaboð úr borgarstjórn, skilaboð um sorg, áhyggjur og samhyggð með fólkinu sem á um sárt að binda. En eftir að hafa hlustað á borgarstjóra í Kastljósi er undrun mín meiri en áður. Engin svör, lítil sem engin innsýn eða þekking á kerfinu sem um ræðir, afvegaleiðing í þeim tilgangi að láta ástandið líta betur út en það raunverulega er; frammistaðan var fyrir neðan allar hellur. Við sem að á hlýddum hljótum flest að hafa meiri áhyggjur af ástandinu en áður, og voru þær þó verulegar.“ Einstaklingar sem sækist eftir miklum völdum verði að geta axlað mikla ábyrgð. „Þeim ber skylda til að hafa innsýn í kerfin sem þeir vilja stjórna, sýn á það hvernig kerfin eiga að virka, svo að hægt sé að bæta það sem bæta þarf hverju sinni, og getu og vilja til að framkvæma slíkar umbætur. Þegar ég hlustaði á borgarstjóra ræða það grafalvarlega mál sem upp er komið og það ástand sem ríkir í leikskóla-kerfi samfélagsins upplifði ég ekki að ég væri að hlusta á slíkan einstakling.“ Leikskólar Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Heiða Björg var gestur í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi þar sem málið var til umræðu. Hún sagði að enginn hjá Reykjavíkurborg hefði verið meðvitaður um að starfsmaðurinn hefði sætt eftirliti. Starfsfólk ætti aldrei að njóta vafans í slíkum málum. „Það er ekki staðfest að hann hafi verið undir sérstöku eftirliti. Það er oft höfð aukin tilsjón þegar fólk er að byrja í nýju starfi. Þá þarf oft að leiðbeina fólki meira og ef að koma upp einhver atvik þar sem viðkomandi er ekki að gera rétt þá þarf að leiðbeina betur og styðja viðkomandi betur. Það er alvanalegt í öllum störfum. Mér ekki kunnugt að þessi hafi orðið fyrir einhverju sérstöku eftirliti, ég hef heyrt það í fjölmiðlum,“ sagði Heiða Björg í Kastljósi. Heiða Björg kynnti dagskrá Menningarnætur á Ingólfstorgi í morgun.Vísir/Anton Brink Starfsmenn mættu almennt ekki vera einir með börnum í leikskólum. Verklagið sé að koma alltaf í veg fyrir að það gerist. „Ég skil vel að það myndi vekja upp óhug en það er engin vitneskja um það hjá Reykjavíkurborg að hann hafi sætt sérstöku eftirliti.“ Sólveig Anna er hugsi eftir viðtalið við borgarstjóra. „Hvers vegna er starfsfólk leikskóla undir sérstöku eftirliti – hvað þarf að gerast til að starfsmaður fari undir eftirlit? Hvað hafa margir sem að vinna á leikskólum borgarinnar verið undir eftirliti á síðustu árum og hversvegna? Hver sér um eftirlitið og hvernig er því háttað? Inn á leiksólunum eru haldnar atvikaskráningar þegar/ef eitthvað kemur uppá; borgin hlýtur að vera með skráningu um það hvaða starfsmenn leikskóla, sem eru mikilvægustu stofnanir samfélagsins, eru undir sérstöku eftirliti við störf með börnun og hvað varð til þess að eftirlitið var sett á.“ Hún segist vita af eigin reynslu, eftir að hafa starfað á leikskóla í tíu ár, að starfsfólk vilji alls ekki vera eitt með börnum. Það sé erfitt og stressandi. „En staðreyndin er sú að vegna þess að mennekla er viðvarandi vandamál er starfsfólk stundum eitt með hópi barna. Það er erfitt að lenda í slíkri stöðu og auðvitað aðeins fyrir færasta fólk með mikla reynslu að tækla án þess að upplifa mikla streitu. Þarna er ekki við starfsfólk eða stjórnendur leikskóla að sakast – þarna ber borgin alla ábyrgð á því að reka leikskólakerfið okkar með viðvarandi niðurskurðarkröfu og með því að innleiða styttingu vinnuvikunnar án þess að bæta við fjármagni í kerfið svo hægt sé að tryggja góða mönnun og gott starfsumhverfi.“ Sólveig Anna segir það sem gerðist á Múlaborg verstu martröð foreldra og líka starfsfólks leikskólanna. „Við erum öll sorgmædd yfir því að þetta hafi getað gerst. Ég hef verið undrandi á fjarveru pólitískrar forysta borgarinnar í umræðunni. Mér hefur þótt skrítið að ekki séu send skýr skilaboð úr borgarstjórn, skilaboð um sorg, áhyggjur og samhyggð með fólkinu sem á um sárt að binda. En eftir að hafa hlustað á borgarstjóra í Kastljósi er undrun mín meiri en áður. Engin svör, lítil sem engin innsýn eða þekking á kerfinu sem um ræðir, afvegaleiðing í þeim tilgangi að láta ástandið líta betur út en það raunverulega er; frammistaðan var fyrir neðan allar hellur. Við sem að á hlýddum hljótum flest að hafa meiri áhyggjur af ástandinu en áður, og voru þær þó verulegar.“ Einstaklingar sem sækist eftir miklum völdum verði að geta axlað mikla ábyrgð. „Þeim ber skylda til að hafa innsýn í kerfin sem þeir vilja stjórna, sýn á það hvernig kerfin eiga að virka, svo að hægt sé að bæta það sem bæta þarf hverju sinni, og getu og vilja til að framkvæma slíkar umbætur. Þegar ég hlustaði á borgarstjóra ræða það grafalvarlega mál sem upp er komið og það ástand sem ríkir í leikskóla-kerfi samfélagsins upplifði ég ekki að ég væri að hlusta á slíkan einstakling.“
Leikskólar Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira