„Pylsa“ sækir í sig veðrið Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:54 Flestir þessara viðskiptavina hafa líklega pantað sér pylsu eða tvær. Að því gefnu að þeir séu Íslendingar. Vísir/Vilhelm Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna. Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna.
Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira