„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 09:08 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra. Vísir/Lýður Formaður Miðflokksins segir fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald í ríkisfjármálum lofa góðu. Vandinn sé hins vegar sá að hingað til hafi ríkisstjórnin gert þvert á öll slík loforð. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent