Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar